Það verður sannkölluð körfuboltaveisla í Eyjum um helgina en boðið verður upp á heila tólf körfuboltaleiki. Veisluhöldin hefjast í kvöld klukkan 20.15 þegar meistaraflokkur karla tekur á móti Laugdælum. Á laugardag og sunnudag munu yngstu leikmenn ÍBV í körfubolta í minnibolta spila í 3. umferð Íslandsmótsins gegn Val, Snæfelli, FSu og Hrunamönnum. Drengjaflokkur leikur svo gegn Haukum á sunnudaginn klukkan 13.00.