Fremsti hluti loðnugöngunar er nú kominn vestur undir Þorlákshöfn og þar er Guðmundur VE að veiðum. Á heimasíðu skipsins segir: „Við héldum úr höfn í Vestmanneyjum kl.07:00 á sunnudagsmorgun og eftir stutt stím á miðin var nótinni kastað og fékkst í alla vinnslutankana úr því kasti. Það er því búin að vera frysting á fullu síðan eða eftir að við vélstjórarnir vorum búnir að snúa maskínunni í gang. Það er reyndar alveg merkilegt hve oft það kemur fyrir að eitthvað bjátar á sem þarf að kippa í liðinn, jafnvel bara eftir smá stopp. Núna er þatta þó farið að rúlla hjá okkur.“