Loðnan gæti orðið hæf til hrognatöku um helgina, að mati Sturlu Einarssonar, skipstjóra á Guðmundi VE. Loðnan er stór og falleg og er mikið fryst fyrir Rússlandsmarkað. Hrognafyllingin er að nálgast 20% og vantar fáein prósent upp á að hún henti til hrognatöku. Aðeins fjögur skip voru að veiðum síðdegis í gær, flestar útgerðir bíða eftir hrognatökunni. Gangan var á Eyrarbakkabugi og hafa skipin veitt hana á töluverðu dýpi.