Framherjar landsliðsins allar frá Eyjum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í Algarve Cup í Portúgal í lok febrúar en Ísland leikur í A-deild mótsins og spilar fyrsta leikinn gegn gríðarsterku liði Bandaríkjanna 24. febrúar. 20 leikmenn hafa verið valdir til þess að leika fyrir hönd Íslands, þar af þrír framherjar en allar eiga þær það sameiginlegt að vera fæddar og uppaldar í Eyjum.

Mest lesið