Hæsta hlutfall sjómannaafsláttarins er í Reykjavík, að því er fram kom í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, alþingismanns NV-kjördæmis, um sjómannaafsláttinn. Er hlutfallið í Reykjavík 11.90% af heildar sjómannaafslættinum árið 2008. Næst á eftir koma Vestmannaeyjar með 8,51% og í þriðja sæti kemur Akureyri með 7,80%. Snæfellsbær er í fjórða sæti með 5.88% og Hafnarfjörður í fimmta sæti með 4.44%.