Sigríður Högnadóttir eða Sísí hefur fyrir löngu sannað sig sem einn skemmtilegasti ljósmyndari Eyjanna síðustu ár. Hún sendi ritstjórn Eyjafrétta nokkrar myndir sem hún tók í gær en Sísí getur sýnt okkur hinum Eyjarnar í nýju ljósi sem við höfum jafnvel aldrei séð áður. „Birtan og skýin voru einstaklega falleg,“ segir Sísí.