Framkvæmdir eru hafnar við grunn fjölnota íþrótta­húss og áætlanir gera ráð fyrir að húsið verði komið í gagnið í október eða nóvember. Fyrsta skóflustungan var tekin í lok september 2007 og jarðvegsframkvæmdir hófust ári síðar. „Við byrjuðum á grunninum 2. febrúar og erum að vinna í sökklinum allan hringinn. Húsið er 4500 fermetrar að innanmáli þannig að þetta er talsvert verk,“ sagði Magnús Sigurðsson, fram­kvæmdastjóri Steina og Olla sem er verktaki hússins.