Stefán Friðriksson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf. Stefán er 46 ára og hefur undanfarin tæp 13 ár starfað hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestamannaeyjum og gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdarstjóra þess félags. Stefán er kvæntur Þjóðhildi Þórðardóttur og eiga þau fjögur börn.