Eyjafréttir.is hafa undir höndum breytingar á samningi sem Vegagerðin, með aðstoð samgönguráðherra gerði við Eimskip um siglingar í Landeyjahöfn. Samkvæmt samningnum verða 1360 ferðir á ársgrundvelli, með möguleika á fjölgun ferða ef eftirspurn verður mikil en einnig möguleikanum á að fækka ferðum ef eftirspurn er lítil. Þá er settur fram vísir að gjaldskrá þar sem fullborgandi einstaklingur borgar 1000 kr. og 1500 kr. kostar fyrir fólksbíl. Vegagerðin óskaði jafnframt að bæjarstjórn Vestmannaeyja komi að ákveðnum atriðum varðandi skipulag ferða í Landeyjahöfn.