Lögreglan hafði í nógu að snúast í sl. viku og þá mest í tengslum við ófærðina sem var á götum bæjarins sl. fimmtudag og föstudag. Töluvert var um beiðnir frá fólki um að komast leiðar sinnar og naut lögreglan aðstoðar Björgunarsveitar Vestmannaeyja við að koma fólki á milli staða.