Undarlegt hefur verið að fylgjast með framgangi mála varðandi vænt­anlegar siglingar í nýja Landeyja­höfn á komandi sumri. Framganga samgönguyfirvalda hefur óneitan­lega slegið aðeins á þær miklu væntingar sem gerðar hafa verið til þessarar umbreytingar í samgöngu­málum Vestmannaeyja. Samgöngu­yfirvöld hafa slegið á hendur heimamanna um aðkomu að þessu mikilvæga hagsmunamáli og á laun virðist samningur við Eimskip vera í höfn. Ljóst er því að ýmsar spurningar vakna um gang mála.