Þráspurður í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag gat fjármálaráðherra ekki fengið það af sér að svara því hvað myndi styrkja samningsstöðu Íslands best í áframhaldandi Icesave-viðræðum – að þjóðin segði já, nei eða færi ekki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn. Ó nei… ráðherrann taldi að hver og einn kjósandi ætti að fá að gera þetta upp við sig sjálfur, hann ætlaði ekki að fara að skipa fólki fyrir.