Dregið hefur úr skjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindamönnum þá er hrinan ekki um garð gengin. Almannavarnir fylgjast náið með framvindunni og óvissustigi verður aflétt í samráði við lögreglustjóra umdæmisins þegar ljóst er að þessi jarðskjálftahrina er afstaðin.