Skipverjar á Sighvati Bjarnasyni VE komu færandi hendi á Fiskasafnið á dögunum en gjöfin voru mörg kíló af lifandi loðnu. Loðnan virðist braggast ágætlega í tveimur búrum í safninu. Svo vel líkar henni lífið í Fiskasafninu að hún er farin að sinna kalli náttúrunnar, þ.e.a.s. loðnan er farin að fjölga sér í búrunum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem fylgst er með hrygningu loðnunnar því sérstakt verkefni um hrygningu loðnunnar var unnin á safninu fyrir nokkrum árum.