Það virðist ætla reynast Hafnafjarðarliðunum í kvennahandboltanum erfitt að koma til Eyja enda um gríðarlegt ferðalag að ræða, akstur á flugvöll í Reykjavík og 25 mínútna flugferð. Þetta er í annað sinn í vetur sem lið gefur leik gegn kvennaliði ÍBV, fyrst voru það Haukar og nú hitt Hafnafjarðarliðið FH. Þess má geta að leikmenn ÍBV lögðu á sig þetta gríðarlega mikla ferðalag til að mæta báðum þessum liðum í Hafnarfirði fyrr í vetur. Eyjastelpur taka greinilega lýsið sitt á morgnana. Úrslit leiksins eru því niðurlægjandi 10:0 tap hjá FH í Eyjum.