Sigurður Bragason, fyrirliði handknattleiksliðs ÍBV spilaði um helgina sinn 300. deildarleik fyrir ÍBV. Það gerði hann í afar mikilvægum sigurleik gegn ÍR í 1. deild Íslandsmótsins sem Eyjamenn unnu 27:35 og stigu um leið mikilvæg skref í átt að því að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í úrvalsdeild. Auk leikjanna 300 í deild, hefur Sigurður leikið fjölmarga æfinga- og bikarleiki auk þess sem hann lék um tíma með Víkingi.