Strákarnir í 8. flokki léku í 4. og síðustu umferð Íslandsmótsins um helgina en leikið var í Eyjum. ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann alla sína leiki og komst þar með upp um riðil. Sigurður G. Benónýsson gerði sér lítið fyrir og skoraði 123 stig eða, 30,75 stig í leik. Strákarnir byrjuðu á að vinna Val í jöfnum og skemmtilegum leik en lokatölur urðu 47:45. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en Eyjamenn héldu út.