Farþegafjöldi með Herjólfi verður lækkaður um 136 farþega í hverri ferð í sumar. Þá verður skipið látið sigla með minni olíubirgðir en áður, til að rista ekki of djúpt við Landeyjahöfn. Fækkun farþeganna helgast af alþjóðlegum reglum, sem settar voru eftir að ferjan Estónía fórst á Eystra salti og mikið manntjón varð. Þær ná til eldri ferja frá og með miðju sumri, en Herjólfur hefur mátt taka 524 farþega í ferð.