Á morgun, laugardag klukkan 13.30 leik­ur karlalið ÍBV mikilvæg­asta leik sinn í vetur þegar Sel­fyssingar koma í heimsókn. Selfoss er í efsta sæti 1. deildar sem gefur sjálfkrafa þátttökurétt í úrvalsdeild að ári. Lið í 2. til 4. sæti leika um eitt laust sæti í efstu deild ásamt liðinu í næstneðsta sæti í úr­vals­deild. Enn munar þremur stigum á ÍBV og Aftureldingu, sem er í öðru sæti en liðið í öðru sæti fær heimaleikjarétt í fyrstu umferð umspilsins. Ef Eyjamenn ætla að eiga mögu­leika á því, þá þarf að leggja Selfoss að velli. Má því búast við miklum hasarleik milli þessara nágranna­liða.