Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth og fyrirliði íslenska landsliðsins reyndist vera með slitna hásin eins og óttast var þegar hann var borinn af velli í viðureign Portsmouth og Tottenham á laugardag. Hermann staðfesti við mbl.is í morgun að hásinin væri slitin og hann myndi gangast undir aðgerð í næstu viku en hann fór í myndatöku í gærkvöld þar sem meiðslin voru könnuð.