Óskar Elías Óskarsson fór með Herjólfi frá Eyjum síðdegis 31. mars síðastaliðinn. Hann sendi ritstjórn Eyjafrétta nokkrar línur því honum finnst aðkoma bíla að ferjunni ekki nógu góður. Auk þess telur hann skorta verulega á tillitsemi ökumanna sem eru á leið í skipið og að ökumenn virði þær merkingar sem eru á planinu við skipið. Póst Óskars má lesa hér að neðan.