Karlalið ÍBV hefur leik á morgun, föstudag. í umspilskeppni um eitt laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Eyjamenn mæta Aftur­eldingu og fer fyrsti leikurinn fram í Mosfellsbæ. Í hinni viðureigninni mætast Grótta, sem lék í úrvalsdeild í vetur. og Víkingur, sem hafnaði í fjórða sæti í 1. deild. Sigurvegarar viðureignanna tveggja mætast svo í hreinum úrslitaleikjum um sætið dýrmæta. Tvo sigra þarf til að vinna viðureign, bæði í undan­úrslitum og úrslitum.