Öskuflekkur barst inn í Vestmannaeyjahöfn í dag með þeim afleiðingum að starfsmenn Vestmannaeyjahafnarinnar þurftu að beita mengunarvarnarbúnaði til að ná öskunni upp. Hætta var á að inntök fyrir kælibúnað skipa myndi skemmast ef askan næði að þeim og því varð að grípa til þess ráðs að háfa öskuna upp úr sjónum. Alls náðust um þrjú vörubílahlöss upp úr sjónum.