Karlalið ÍBV í knattspyrnu mætir á morgun liði Fram í 1. umferð Íslandsmótsins. Leikurinn fer fram á þjóðarleikvanginum í Laugardal en þetta er í raun þriðja tímabilið í röð sem liðin mætast í 1. umferð á Laugardalsvellinum. Í fyrra höfðu Framarar betur, 2:0 í jöfnum og spennandi leik. ÍBV var í 1. deild 2008 og 2007 og Framarar 2006. Árið 2005 léku liðin einnig í 1. umferð á Laugardalsvelli og hafði Fram beturm, 3:0. Sagan virðist því ekki vera á bandi ÍBV, eða hvað?