Bæjarstjórn Vestmannaeyja og Eimskip hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér um að greiða hvort um sig þriðjung þess sem kostar að fjölga ferðum Herjólfs í Landeyjahöfn í fjórar ferðir að meðaltali á dag. Nú er áætlað að skipið sigli 1360 ferðir á ári en Eimskip hefur reiknað að heildarkostnaður við fjölgun ferða um 125, sé 18 milljónir. Vestmannaeyjabær og Eimskip leggja því til 6 milljónir í aukaferðirnar og nú stendur bara á hinu opinbera að leggja fram 6 milljónir í verkefnið eða 33% af heildarkostnaðinum. Bæjarstjórn samþykkti samkomulagið á bæjarstjórnarfundi rétt í þessu.