Á vefsíðunni www.betson.is er nú hægt að veðja um niðurstöður sveitastjórnakosninganna í Vestmannaeyjum. Gefnir eru þrír möguleikar, hvort D-listinn haldi meirihluta í bæjarstjórn, hvort V-listinn haldi þremur mönnum og hvort Framsókn nái inn manni í bæjarstjórn. Möguleikunum þremur er svo gefinn ákveðinn stuðull en samkvæmt Betson eru mestar líkur á að Sjálfstæðismenn haldi meirihluta.