Eins og venja er, verður Þjóðhátíðardeginum fagnað í Vestmannaeyjum eins og víðast hvar annarsstaðar á landinu. Dagskrá 17. júní hátíðahaldanna má sjá hér að neðan en gengið verður fylktu liði frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 13.30 og niður á Stakkó, þar sem hátíðahöldin fara fram. Þar verða fjölmörg skemmtiatriði í boði fyrir unga sem aldna og ekki úr vegi að skella sér út í góða veðrið og taka þátt í hátíðahöldunum.