Nokkur gangur er kominn í makríl- og síldveiðar. Hjá Ísfélaginu hefur Júpíter landað þrisvar, samtals um 600 tonn af makríl sem unnin eru til manneldis. „Þá eigum við von á Þorsteini með 160 tonn en þeir eru að fá makríl sex til sjö tíma austur af Eyjum,“ sagði Páll Scheving, þegar rætt var við hann í gær.