KFS og Vængir Júpiters léku á Helgafellsvelli í dag. Vængir Júpiters mættu bara 10, en komust í 0:1 með marki Michaels Berndsen eftir 35 mín. Sæþór Jóhannesson jafnaði rétt fyrir hlé og í seinni hálfleik rigndi inn mörkunum, enda Vængirnir sprungnir og voru aðeins 9 síðustu 20 mín. Markmaður þeirra bjargaði þeim frá stærra tapi.