Í kvöld lauk Shellmótinu 2010 formlega með verðlaunaafhendingu í íþróttahúsinu og eins og við mátti búast var bekkurinn þétt setinn. Shellmótið í ár er eitt það allra stærsta sem haldið hefur verið, keppendur voru um 1200 talsins en mótið tókst á allan hátt mjög vel. Þór Akureyri varð Shellmótsmeistari 2010 eftir að hafa lagt Stjörnuna í æsispennandi úrslitaleik 2:1. Fjölmörg verðlaun voru veitt, m.a. var valið lið mótsins en allar verðlaunahafa má sjá hér að neðan, auk mynda frá lokadeginum.