Í kvöld klukkan 21.00 mun Eddie Walker leika í Vinaminni Kaffihús sem opnaði í Baldurshagahúsinu í gær. Walker er einn besti kassagítarpikkari frá Bretlandi eins og segir í fréttatilkynningu frá Vinaminni. Leikin verður gömul, hefðbundin blús og Ragtime til Western Swing og gömul sveitatónlist. Walker mun m.a. flytja lög eftir Jimmie Rodgers, Blind Willie McTell, Rev Gary Davis, Mississippi John Hurt, Bob Wills og Doc Watson auk eigin laga.