Á þriðjudag verður Landeyjahöfn vígð við hátíðlega athöfn en Herjólfur siglir síðustu ferð sína til og frá Þorlákshöfn fyrri part dags. Klukkan 16.00 siglir skipið hins vegar í fyrsta sinn upp í Landeyjahöfn en um borð verður m.a. samgönguráðherra, Kristján L. Möller og aðrir ráðamenn. Eyjamönnum býðst að sigla með Herjólfi í þessari fyrstu ferð og vera viðstaddir vígsluathöfnina í Landeyjahöfn.