Lesandi Eyjafrétta sendi inn þessar myndir en þær sýna aðkomuna að spröngunni í gærmorgun. Einhverjir óprúttnir einstaklingar höfðu gert sér það að leik að velta um bekk og hengt upplýsingaskilti í sjálfa sprönguna. Ferðamenn sem komu að spröngunni og vildu prófa þessa fyrrum þjóðaríþrótt Eyjamanna störðu furðulostnir á skemmdaverkin.