Eins og Eyjafréttir.is greindu frá á miðvikudaginn liggur ekki enn fyrir hvort farnar verða þrjár eða fjórar ferðir á dag í vetraráætlun Herjólfs. Auglýst vetraráætlun gerir ráð fyrir því að Herjólfur sigli einungis þrjár ferðir á dag, alla virka daga sem og á laugardögum. Í umfjöllun á miðvikudaginn sagðist Elliði Vignisson bæjarstjóri ítrekað hafa óskað eftir fundi með starfsmönnum samgönguráðuneytsins, Eimskips og Vegagerðarinnar vegna þessa. Hann sagðist þá hafa fyrst óskað eftir fundi 12. ágúst en ekki hefði tekist að koma fundinum á m.a. vegna sumarleyfa starfsmanna. Í morgun var hinsvegar boðaður fundur með þeim aðilum sem að málinu koma.