Staða KFS er ekki góð eftir fyrri leik liðsins gegn Árborg í fyrstu umferð 3. deildar. Leikur liðanna fór fram á Hásteinsvellinum í Eyjum við frábærar aðstæður og leikurinn var hin ágætasta skemmtun. Árborg náði hins vegar að nýta tvö af sínum færum á meðan KFS nýtti ekkert og lokatölur því 0:2 fyrir Árborg. Liðin mætast svo aftur á Selfossvelli á þriðjudaginn og mega Eyjamenn hafa sig alla við til að komast áfram í undanúrslit keppninnar.