Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV hefur verið valinn í úganska landsliðið sem leikur gegn Angóla 4. september næstkomandi í Afríkukeppninni. Næsti leikur ÍBV er ekki fyrr en 12. september þegar ÍBV tekur á móti KR og ætti Mawejje því ekki að missa af leiknum mikilvæga. Þess má til gamans geta að Úganda er í 69. sæti FIFA styrkleikalistans en til samanburðar má nefna að Ísland er tíu sætum neðar, eða í 79. sæti.