Eins og greint var frá á dögunum fékk Vestmannaeyjabær aðvörun frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir úttekt á heildarskuldum sem hlutfall af heildartekjum. Eftir úttekt nefndarinnar var greint frá því að Vestmannaeyjabær væri í 11. sæti yfir skuldsettustu bæjarfélög landsins en þessu mótmælti Elliði Vignisson, bæjarstjóri harðlega. Nú hefur Eftirlitsnefndin sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er traust og ekki eru fyrirsjáanleg vandkvæði í fjármálum bæjarins. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.