Siglingastofnun vinnur nú að endurskoðaðri áætlun Herjólfs fyrir næstu daga með tilliti til sjávarfalla í Landeyjahöfn. Skipstjóri Herjólfs aflýsti ferðum í morgun eftir að skipið tók tvívegis niður í nýju höfninni í gær. Talið er að gosefni frá Eyjafjallajökli sem hafa borist fram með Markarfljóti hafi safnast saman við austari hafnargarðinn og veldur það vandræðum við siglingar um hafnarmynnið.