Nú liggur fyrir áætlun Herjólfs næstu daga en samkvæmt henni verða sigldar þrjár ferðir á dag fram á föstudag en einungis tvær ferðir á laugardag. Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri innanlandsdeildar hjá Eimskip segir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða en bæði hefur grynnkað í höfninni og vindátt og vindstyrkur verið óhagstæð. Áætlun skipsins miðast við flóð og fjöru en hægt er að sjá áætlun Herjólfs næstu daga hér að neðan.