Sigurður Grétar Benónýsson, Eyjapeyji hefur verið valinn í 29 manna æfingahóp U-15 ára landsliðs Íslands í körfubolta. Hópurinn kemur til með að hittast reglulega í vetur til æfinga og mun hópurinn koma saman í fyrsta sinn um helgina. Sigurður Grétar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á körfuboltavellinum og í leikjum með yngri liðum ÍBV í körfubolta.