Rekstur leikskóla er ekki lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga. Engu síður er sú þjónusta ein sú mikilvægasta sem veitt er í nútíma sveitarfélögum. Í Vest­mannaeyjum er horft til barna sem helstu auð­linda samfélagsins og því mikilvægt að standa vel að þjónustu við þau. Ánægja, líðan og ár­angur þjónustuþega eru einnig meðal mest notuðu mælikvarða á gæði samfélagsins. Þetta veit Vestmannaeyjabær og metn­aðurinn hvað þessa þjónustu varðar er því mikill.