Hugsanlega þarf að fella niður fyrstu tvær ferðir Herjólfs á morgun, þriðjudag en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila skipsins. Ástæðan er slæm ölduspá fyrir morgundaginn en samkvæmt sömu spá ættu aðstæður að vera í lagi síðdegis fyrir seinni tvær ferðirnar.