Verður tvo daga að opna Landeyjahöfn

Dæluskipið Skandia lagði af stað til landsins í morgun, miðviku­dag en veður hafði seinkað brottfför um einhverja klukkutíma. Á þriðju­daginn var vitlaust veður við Hjalt­landseyjar og Færeyjar, tólf metra ölduhæð og spáin var jafnvel enn verri. Í góðu veðri hefði siglingin tekið fjóra sólarhringa. Seinkar Skandiu því um eina viku miðað við þær upplýsingar sem Fréttir höfðu í síðustu viku.
Uppbyggingarsjóður

Mest lesið