Herjólfur mun sigla áfram í Landeyjahöfn fram yfir helgi en farið verður eftir sjávarföllum, öldufari og veðri, eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskip. Farnar verða þrjár ferðir á dag og er búið að opna fyrir bókanir í þessar ferðir. Farþegar eru hvattir til að mæta tímanlega og vera tilbúnir með farmiða sína.