Trúnaðarbrestur varð 1994

Fátt hefur verið um meira rætt í þjóðfélaginu en orð Páls Schevings, formanns þjóðhátíðarnefndar á kynn­ingarfundi um þjóðhátíð í Höllinni í síðustu viku. Þar sagði hann, að því miður virðist nærvera Stígamóta magna upp það vandamál sem kynferðisleg valdbeiting er. Þarna er hann svara spurningu um samskiptin við Stígamót á fundinum. Orðrétt svarar Páll: „Það er ljótt að segja það, en ég segi það samt, það er eins og samtökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og þau reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt.“

Mest lesið