„Þetta er allt klappað og klárt. Ég tek leikinn með ÍBV á miðvikudaginn og flýg út daginn eftir,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson sem hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro. Eiður er 21 árs gamall miðvörður og hefur verið einn besti leikmaður ÍBV síðustu ár en heldur nú til Svíþjóðar.
Framtíðarstarf í Vinnslustöðinni