Stundum finnst mér eins og við Eyjamenn séum sérfræðingar í að tala út og suður þegar kemur að samgöngum. Við tölum um allt í einu og missum allan fókus af því sem þarf að gera. Svo langt gengur þetta að þrátt fyrir að búið sé að setja upp hafnargarða með um 770.00 m3 af grjóti fyrir um 4000 milljarða þá snýst umræðan um hvort að staðsetningin sé sú rétta. Með því að dreifa umræðunni þá göngum við lengra en aðrir í því að ekkert gerist. Krafa okkar þarf að vera skýr og hún þarf að vera byggð á raunsæju mati. Til þess að svo verði þurfum við að…