Búið er að gera við sanddæluskipið Skandia og mun skipið verða við dýpkun í Landeyjahöfn í dag. Bógskrúfa skipsins bilaði í gær, en búið er að gera við skipið til bráðabirgða. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, segir að aðstæður til dýpkunar séu þokkalegar og vonast sé eftir að hægt verði að dýpka í dag og og alveg fram á föstudag.