Ung kona slasaðist í mótorhjólaslysi í Vestmannaeyjum í kvöld. Faðir hennar ók hjólinu og virðist hann hafa misst stjórn á því þar sem hann var á leið suður Kirkjuveg við Vestmannabraut. Dóttir mannsins var farþegi á hjólinu og meiddist hún eitthvað við fallið. Hún var flutt á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum til rannsóknar en talið er að hún hafi ekki meiðst mikið, að sögn lögreglunnar.