Á vegum Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja verður í kvöld, fimmtudag, fyrirlestur um sjónauka og stjörnukíka og hefst fundurinn kl. 19:30 í Safnahúsinu. Þar mun gestur frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness halda tölu um gerð og búnað og kenna notkun og meðferð þessara tækja sem ótrúlega margir eiga þrátt fyrir að þeir liggi oft ónotaðir á heimilinunum, svo nú er tækifærið fyrir áhugasama Vestmannaeyinga.